07, des., 2022

Morra Reykjavík

Signý Þórhallsdóttir er hönnuðurinn á bak við Morra Reykjavík

Hvar er vinnustofa/studióið þitt staðsett: Kænuvogi í Reykjavík


Hvar lærðir þú: Listaháskóla Íslands

Hugmyndafræðin/innblástur á bak við þína hönnun: 

„Morra leggur áherslu á fágaðar flíkur og fylgihluti úr vönduðum, náttúrulegum efnum. Ég vinn mikið með prent sem skírskota gjarnan í íslenska náttúru og menningu.“


Séreinkenni íslenskrar hönnunar: 

„Hún er kannski sérstæð á þann hátt að saga hönnunar og framleiðslu á Íslandi er styttri og gloppóttari en hjá til dæmis nágrannaþjóðum okkar.  Hún byggist þannig upp við ákveðið frelsi, laus við fyrirframgefnar hugmyndir eða langar hefðir. Það sést á því hve margt ólíkt er í gangi. Hönnuðir hér líta margir til umhverfisins og náttúrunnar, birtunnar, efniviðarins eða menningunnar frekar en að elta alþjóðlega strauma.“