Signý Þórhallsdóttir - Morra

Morra Reykjavík

Signý Þórhallsdóttir er hönnuðurinn á bak við Morra Reykjavík

Hvar er vinnustofa/studióið þitt staðsett: Kænuvogi í Reykjavík


Hvar lærðir þú: Listaháskóla Íslands

Hugmyndafræðin/innblástur á bak við þína hönnun: 

„Morra leggur áherslu á fágaðar flíkur og fylgihluti úr vönduðum, náttúrulegum efnum. Ég vinn mikið með prent sem skírskota gjarnan í íslenska náttúru og menningu.“


Séreinkenni íslenskrar hönnunar: 

„Hún er kannski sérstæð á þann hátt að saga hönnunar og framleiðslu á Íslandi er styttri og gloppóttari en hjá til dæmis nágrannaþjóðum okkar.  Hún byggist þannig upp við ákveðið frelsi, laus við fyrirframgefnar hugmyndir eða langar hefðir. Það sést á því hve margt ólíkt er í gangi. Hönnuðir hér líta margir til umhverfisins og náttúrunnar, birtunnar, efniviðarins eða menningunnar frekar en að elta alþjóðlega strauma.“

← Eldri færslur Nýrri færslur →

Viðtal við hönnuði okkar

RSS
Saltverk

Saltverk

Saltverk notar jarðvarma orku til að láta hreinan og tæran sjó gufa upp og er því öll framleiðslan sjálfbær. Saltverk er íslenskt sjávarsaltsfyrirtæki sem er...

Lesa meira
VOR

VOR

Vörurnar eru án hormónatruflandi efna, án erfðabreyttra efna og umbúðirnar smita ekki skaðlegum efnum yfir í vöruna sjálfa VOR organics vörurnar eru íslenskar húðvörur með...

Lesa meira