Samfélagsstefna Rammagerðarinnar

Allt frá stofnun Rammagerðarinnar árið 1940 hefur megináherslan verið að styðja við íslenska hönnun og handverk. Þar liggur okkar megin samfélagsábyrgð. Sérstaða Rammagerðarinnar felst í því að hafa þróast með samfélaginu og íslenskri menningu. Þannig helst vöxtur og nýsköpun á sviði hönnunar og handverks á Íslandi í hendur við árangur okkar. Metnaður okkar felst í því að styðja við þann vöxt á sjálfbæran hátt.

 

Með áræðni höfum við náð að skapa vettvang fyrir íslenska hönnun og handverk í verslunum okkar. Um árabil hefur Rammagerðin verslað með ullarvarning og fatnað úr íslensku ullinni, stutt við keramik framleiðslu og annað handverk, þessi framleiðsla  endurspeglar áherslur okkar á sjálfbærni og stuðning við íslenska hönnun. Samfélagslega hlutverk okkar felst fyrst og fremst í stuðningi við Íslenskt hugvit, íslenska hönnunar samfélagið og innlenda framleiðslu.

 

Við gerum okkur grein fyrir þeim áhrifum sem starfsemi okkar hefur á umhverfið. Við höfum markað okkur stefnu sem felst í því að lágmarka vistspor í virðiskeðju okkar og setjum í forgang góða starfshætti og gagnsæi við val á samstarfsaðilum, birgjum og þjónustuaðilum. Við leggjum metnað í að skapa eftirsóknarverðan vinnustað með virðingu og mannréttindi að leiðarljósi. Markmið Rammagerðarinnar er að efla sjálfbærni í öllum verslunum okkar. Við viljum vera leiðandi á því sviði og tökum hlutverki okkar alvarlega.

 

Meginskilaboð

 

  • Rammagerðin leggur sitt af mörkum til nærsamfélagsins með því að styðja við innlenda framleiðslu og hönnun, með umhverfismál að leiðarljósi.
  • Rammagerðin hefur opnað verslanir sínar fyrir ungum hæfileikaríkum hönnuðum ásamt því að selja áfram klassíska og þekkta íslenska hönnun og handverk.
  • Rammagerðin telur að það felist mikil verðmæti í því að hlúa að íslenskri hönnun og handverki á öllum sviðum atvinnulífsins og það með sjálfbærni að leiðarljósi.