Vörurnar eru án hormónatruflandi efna, án erfðabreyttra efna og umbúðirnar smita ekki skaðlegum efnum yfir í vöruna sjálfa
VOR organics vörurnar eru íslenskar húðvörur með íslenskum bláberjum, þara og lífrænum olíum. Umbúðirnar eru stílhreinar í brúnum glerkrukkum og hvítum kössum. Vörurnar eru án hormónatruflandi efna, án erfðabreyttra efna og umbúðirnar smita ekki skaðlegum efnum yfir í vöruna sjálfa. Hönnuður varanna heitir Margrét Sigurðardóttir. Margrét lærði grasalækningar í Danmörku og leggur hún því mikið upp úr því að vörurnar séu heilsusamlegar.