Bjarni in his studio

Bjarni Sigurðsson

Bjarni Sigurðsson at his studio


Bjarni Sigurdsson er fæddur í Reykjavík 1965 og útskrifaðist frá Aarhus Kunstakademi Danmörku í keramiknámi árið 2000. Áður starfaði Bjarni í bankageiranum. Bjarni starfaði við keramikið í Danmörku fram til ársins 2007 þegar hann flutti til Íslands. 


Á Íslandi hefur hann verið með eiginn rekstur ásamt að selja verk sín hjá öðrum aðilum hér á landi, í Bandaríkjunum og Danmörku. 


Verk Bjarna eru allt frá diskum og bollum, stórum vösum og veggverkum. Fjölbreytni verkanna er mjög mikil. 


Helstu einkenni verkanna eru glerungarnir sem Bjarni gerir sjálfur frá grunni og vinnur með hundruði glerunga sem gefa tugþúsunda möguleika á nýjum áferðum og útkomu hverra glerunga. Hann sjálfur hefur þó bara náð að geta notað brota brot af þeim möguleikum sem eru til staðar með glerungana, enda möguleikarnir óteljandi. 


Einnig hannar hann og útbýr öll sín form sem hann vinnur með og framleiðir sum verka sinna fyrir einstök fyrirtæki og verslanir. 


Öll verkin eru einstök  þar sem þau eru öll merkt eftir ákveðnu skipulagi svo ekkert er eins og öll verk eru skráð og hafa öll verk Bjarna sem hann hefur gert frá námi og fram til dagsins í dag verið skráð í bókum. 


Bjarni starfar í dag á vinnustofu sinni í Hafnarfirði sem tók miklum breytingum eftir stækkun árið 2020.


Hvar er stúdíóið þitt staðsett: 

Vinnustofan er að Hrauntungu 20 í Hafnarfirði.


Hvar lærðir þú:

Aarhus Kunstakademi, Danmörku.


Hver er hugmyndafræðin á bak við þína hönnun:

Náttúran er minn innblástur og kemur einna helst fram í glerungnum og blöndun þeirra.


Séreinkenni íslenskrar hönnunar:

Ég vinn að því að blanda þeim saman og eyðileggja og byggja upp aftur til að ná þeirri áferð og litum og annað fram. Að mínu mati einkennist íslensk hönnun að mikilli hugmyndaauðgi og einnig er hún ung og hrá.


A pink ceramic cup by Bjarni Vidar Sigurdsson
Dining table with ceramic products by Bjarni Sigurdsson
A pink ceramic cup by Bjarni Vidar Sigurdsson
Dining table with ceramic products by Bjarni Sigurdsson

← Eldri færslur Nýrri færslur →

Viðtal við hönnuði okkar

RSS
Saltverk

Saltverk

Saltverk notar jarðvarma orku til að láta hreinan og tæran sjó gufa upp og er því öll framleiðslan sjálfbær. Saltverk er íslenskt sjávarsaltsfyrirtæki sem er...

Lesa meira
VOR

VOR

Vörurnar eru án hormónatruflandi efna, án erfðabreyttra efna og umbúðirnar smita ekki skaðlegum efnum yfir í vöruna sjálfa VOR organics vörurnar eru íslenskar húðvörur með...

Lesa meira