Þrjár glæsilegar peysur og teppi hafa verið hönnuð fyrir Rammagerðina en verkefnið er afrakstur samstarfs við hönnuðina Hildu Gunnarsdóttur, Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur og Anítu Hirlekar. Vörurnar voru allar framleiddar í VARMA og er því um íslenska hönnun og framleiðslu að ræða frá A-Ö. Tilgangur verkefnisins var að fá íslenska hönnuði til að nálgast íslenska lopann á nýjan hátt í verksmiðjunni Glófa sem Rammagerðin eignaðist á árinu en þar eru flíkurnar og teppin vélprjónuð úr íslensku bandi frá Ístex. Vörurnar eiga að höfða til fagurkera sem vilja styðja við íslenska hönnun.