Jólakötturinn kemur í Rammagerðina!
Hinn árlegi Jólaköttur Rammagerðarinnar kemur til byggða sjötta árið í röð en að þessu sinni var hönnun hans í höndum mæðginanna Aldísar Einarsdóttur keramik listakonu og Davíð Georgs Gunnarssonar arkitekts.
Jólaköttinn þarf varla að kynna, óvættur í íslenskum þjóðsögum en líka fastur liður í jólahaldi landsmanna. Okkur hjá Rammagerðinni þykir sérlega vænt um þessa þjóðsögu og höfum síðan árið 2020 falið íslenskum hönnuði að hanna sína útgáfu af kettinum.
Jólakötturinn er sannkallaður safngripur enda einungis 45 númerið eintök framleidd sem eru í sölu á Skólavörðustíg 12 og Laugavegi 31 á meðan birgðir endast.
Rammagerðin, Laugavegur 31
24. nóvember 2025 á milli kl. 17-19.
Komdu og fagnaðu með okkur!
Léttar veitingar, íslensk hönnun og handverk.
