Jól í Rammagerðinni

Jól í Rammagerðinni

Jólagluggar Rammagerðarinnar
Jólagluggarnir á Skólavörðustíg 12
Jólaleg stemmning í verslun Rammagerðarinnar

Á hverju ári framleiðir Rammagerðin í samstarfi við íslenska hönnuði fjölbreytt úrval af skemmtilegri jólavöru. Til að kynna vörurnar í ár og fagna aðventunni var ákveðið að bjóða á svokallað jólakvöld í Rammagerðinni. 

Viðburðurinn var haldinn á Skólavörðustíg 12 sem er flaggskipsverslun Rammagerðarinnar. Í dyragættinni stóð Sigga Soffía og tók á móti gestum og ilmandi eldblómaglöggi. 

Eldblómaglögg Siggu soffíu

Sigga Soffía danshöfundur og dansari hóf sölu á ilmvatni sínu í Rammagerðinni í lok nóvember. Ilminn vann hún í samstarfi við Fischersund ilmhús. Rammagerðin hóf sölu á fleiri vörum frá þessari hæfileikaríku listakonu, þar á meðal bókinni hennar Til hamingju með að vera mannleg og gjafakortum fyrir eldblómum sem verða til afhendingar í mars 2024. Það var því kjörið að fagna samstarfinu með viðburði þar sem gestir fengu eldblómaglögg skenkjað af sjálfri Siggu Soffíu.

Eldblómaglögg að hætti Siggu Soffíu dansara
Eldblómailmurinn
Eldblómin eru til sölu frá nóvember til mars

Ragnheiður ingunn kom og kynnti Eilífðarmolana

Eitt af þeim verkefnum sem Rammagerðinn vann fyir þessi jól var í samstarfi við Ragnheiði Ingunni. Það kom upp sú hugmynd að framleiða súkkulaðimola úr keramík sem enduðu með að fá nafnið Eilífðarmolar. Molarnir koma í fjölmörgum stærðum og gerðum og það eru engir tveir eins. 

Eilífðarmolar Ragnheiðar Ingunnar

Molarnir komu í súkkulaðibrúnum lit, gylltum og silfur. Þegar líða fór á verkefnið var ákveðið að útbúa mola sem gætu nýst sem lítið box til að bera fram súkkulaðimola í og að lokum kom sú hugmynd að útbúa mola sem innihéldu kerti. Molana má því ýmist nota sem borðskraut, box eða kerti, en þeir skapa einstaklega hátíðlegt andrúmsloft. 

Eilífðarmolarnir nýttir sem borðskraut
Eilífðarmolabox með íslensku konfekti

Ragnheiður Ingunn er einstakur listamaður og er ávalt í miklu stuði. Það var frábært að fá hann á jólaviðburðinn til að kynna molana fyrir gestum. Ragnheiður Ingunn er með skemmtilegt stúdíó á Njálsgötu 58 þar sem hún tekur á móti gestum sem hafa áhuga á að skoða hönnunina hennar og fylgjast með framleiðslunni. 

Ragnheiður Ingunn keramíker

Björn Steinar hönnuður jólakattarins 2024

Björn Steinar Blumenstein sem heldur úti stúdíóinu Stúdíó Björn Steinar, mætti á viðburðinn til að kynna jólaköttinn fyrir gestum. Jólakötturinn er árlegt hönnunarverkefni sem Rammagerðin vinnu í samstarfi við nýjan hönnuð á ári hverju. 

Jólakötturinn 2023
Björn Steinar hönnuður jólakattarins 2023

Hönnunarverkefni sem snýr á jólakettinum á ári hverju hefst í byrjun ársins og er margra mánaða ferli. Björn Steinar talar um að jólakötturinn hafi verið í huga hans nánast alveg frá því hann fékk verkefnið í hendurnar í febrúar 2023. Hann sótti innblástur úr ýmsum áttum og gaf sér góðan tíma í að hanna lögunina sem hann vildi hafa á kettinum. Hægt er að lesa meira um jólaköttinn hér.

Ragnheiður Ingunn keramíker og Björn Steinar vöruhönnuður

Góðir gestir og jólasetmmning

Viðburðurinn var opinn öllum og það streymdi inn góðum gestum. Mikil jólastemmning skapaðist þar sem aðventunni var fagnað í góðum félagsskap. 

Hrefna Sigurðardóttir frá Stúdíó Fléttu kíkti við með fjölskyldunni
Björn Steinar og Auður Gná listrænn stjórnandi Rammagerðarinnar
Sigga Soffía danshöfundur með nýju vörurnar sínar
Hrafnhildur Sævarsdóttir jógakennari og Helga Hilmarsdóttir 
Margir versluðu jólagjafir 
Eleni Podara sá um hönnun jólaglugganna á Skólavörðustíg 2023
Jólavörurnar frá URÐ eru vinsælar yfir hátíðirnar
Guðrún Kjartansdóttir, Sandra Björg Helgadóttir og Dóra Júlía skemmtu sér vel 
Bjarni Viðar keramíker að velta fyrir sér jólateppi Rammagerðarinnar
Tinna, Rebekka og Elín í góðum gír
Eydís, starfsmaður Rammagerðarinnar í Keflavík ásamt Helga Rúnari Óskarssyni einum eigenda Rammagerðarinnar

← Eldri færslur Nýrri færslur →

Viðburðir

RSS
Hönnunarhappdrætti 2. desember 2023

Hönnunarhappdrætti 2. desember 2023

Rammagerðin býður í Hönnunarhappdrætti í Hörpu. Verið öll velkomin að fagna tveggja ára afmæli verslunar okkar í Hörpu sem og fyrstu aðventuhelginni með flottri dagskrá...

Lesa meira
Hönnunarhappdrætti í Hörpu 2023

Hönnunarhappdrætti í Hörpu 2023

Emil Örn Aðalsteinsson höfundur Frasabókarinnar Eyþór Wöhler höfundur Frasabókarinnar Rammagerðin fagnaði tveggja ára afmæli verslunarinnar í Hörpu í desember 2023. Þar sem hönnunarhappdrættið árið áður...

Lesa meira