Hönnunarhappdrætti 2. desember 2023

Hönnunarhappdrætti 2. desember 2023

Rammagerðin býður í Hönnunarhappdrætti í Hörpu. Verið öll velkomin að fagna tveggja ára afmæli verslunar okkar í Hörpu sem og fyrstu aðventuhelginni með flottri dagskrá sem endar á Hönnunarhappdrætti.
Skemmtilegir viðburðir verða í verslun okkar í Hörpu frá kl. 17:00 - 19:00, laugardaginn 2. desember. DJ Dóra Júlía heldur uppi stuðinu ásamt skemmtilegum gestum, höfundum Frasabókarinnar, Emmsjé Gauta og Berglindi Festival.
Allir sem taka þátt í happdrættinu hafa kost á að versla á 15% afslætti á meðan viðburðinum stendur.
Frekari upplýsingar og dagskrá hér að neðan og á Instagram síðu okkar @rammagerdin
Allir velkomnir. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Dagskrá:
17:00 – DJ Dóra Júlía spilar fyrir okkur það besta úr íslenskri tónlist
17:30 – Emil Örn Aðalsteinsson og Eyþór Wöhler útgefendur Frasabókarinnar mæta á svæðið og kynna bókina
18:00 – Berglind Festival byrjar að draga úr happdrættinu. Allir sem mæta hafa kost á því að taka þátt í Hönnunarhappdrættinu. 30 veglegir vinningar í boði. Vinningar verða afhentir kl. 18:00-18:30 til þeirra sem eru á staðnum til að taka á móti sínum vinning.
18:30 – Emmsjé Gauti kemur og kynnir nýjan bol sem hann er að gefa út í samstarfi við Rammagerðina og tekur lagið.

← Eldri færslur

Viðburðir

RSS
Jól í Rammagerðinni

Jól í Rammagerðinni

Ný verslun Rammagerðarinnar opnar í Kirkjuhúsinu á Laugavegi 31 á næstu vikum

Lesa meira
Hönnunarhappdrætti í Hörpu 2023

Hönnunarhappdrætti í Hörpu 2023

Emil Örn Aðalsteinsson höfundur Frasabókarinnar Eyþór Wöhler höfundur Frasabókarinnar Rammagerðin fagnaði tveggja ára afmæli verslunarinnar í Hörpu í desember 2023. Þar sem hönnunarhappdrættið árið áður...

Lesa meira