Jólaköttur Rammagerðarinnar 2022

Jólaköttur Rammagerðarinnar 2022

Jólakötturinn er vel þekktur óvættur í íslenskum þjóðsögum. Hann var hvað þekktastur fyrir að éta þau börn sem ekki fengu nýjar flíkur fyrir jólin.

Jólakötturinn 2022 er hannaður af Rögnu Ragnarsdóttur

Hönnunin er innblásin af setningunni “þú ert það sem þú borðar" og þeir eru handrenndir á rennibekk og allir hafa sitt einstaka form, ímyndað af þeim persónum sem kötturinn át.


Jólakötturinn er vel þekktur óvættur í íslenskum þjóðsögum. Hann var hvað þekktastur fyrir að éta þau börn sem ekki fengu nýjar flíkur fyrir jólin. Þó að kötturinn sé löngu hættur þeim óskunda er hann enn sterkur hluti af íslenskri jólahefð. Rammagerðin hóf hefðina um að fela íslenskum hönnuði gerð jólakattarins árið 2020. Tveir jólakettir hafa litið dagsins ljós, sá fyrsti var eftir Stúdíó Fléttu og svo var það Hanna Dís Whitehead sem hannaði hann árið 2021.  


Í ár var það Ragna Ragnarsdóttir hönnuður sem varð fyrir valinu til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni  við gerð þriðja jólakattarins en aðeins 25 númeraðir jólakettir eru framleiddir á hverju ári sem gerir þá að einstökum safngrip.


„Þegar ég var að búa þá til hlustaði ég mikið á handahófskennda lagalista á Spotify og varð til dæmis fyrir áhrifum frá Johnny Cash, Ginger Spice og Beyoncé svo einhverjir séu nefndir,” útskýrir Ragna. „Fyrir mér er jólakötturinn myrkravera í kattarlíki send frá Grýlu. Á myrkasta tíma ársins liggur hún í leyni, sperrir eyrun rekur út trýnið og sér jafn vel í myrkri sem og ljósi. Þannig njósnar hún um okkur mannfólkið og ef ekki er farið eftir kröfum hennar um fullnægjandi jólaundirbúning er hreinlega mjög mikil hætta á því að þetta verða manns síðustu jól. Ég tek engar áhættur og er t.d nú þegar búin að skreyta, kaupa mér ný föt, baka smákökur og byrjaði að hlusta á jólalög í október. “



Jólaköttur Rammagerðarinnar fæst í takmörkuðu upplagi í Rammagerðinni Skólavörðustíg en verður einnig til sýnis í verslun Rammagerðarinnar í Hörpu. Ljósmyndir: Sunna Ben

Þetta er þriðja árið sem Rammagerðin vinnur með íslenskum hönnuðum í gerð jólakattarins.

← Eldri færslur

Athugasemd

  • Hi!

    My daughter & I are coming to visit for NYE. I always take a piece of art home whenever I travel internationally. Can you please tell me the price range for the cat pieces you’ve created? Thanks :)

    Marcie

    Marcie Lemieux þann
  • Hello! Hope you’re having a wonderful day! I was in the Reykjavik airport and came across one of your candles and fell in love! I haven’t been able to find them anywhere else and was wondering if you would ship them to me in the United States? Completely understand if you can’t, but it never hurts to ask.
    Thanks! :)

    Jeff þann

Skrifaðu athugasemd

Jólakötturinn

RSS
Jólaköttur Rammagerðarinnar 2021

Jólaköttur Rammagerðarinnar 2021

rammagerdin.is​​ Hanna Dís Whitehead hannar Jólaköttinn 2021 fyrir Rammagerðina. Jólakötturinn í ár er innblásinn af norrænu jólaskrauti úr stráum en Hanna Dís vann köttinn úr...

Lesa meira