SAGA RAMMAGERÐARINNAR

Heimili íslenskrar hönnunar frá 1940

Rammagerðin er rammíslensk gjafavöruverslun sem leggur áherslu á íslenska hönnun og handverk. Rammagerðin var stofnuð árið 1940 sem rammagerð en  seldi svo ullarvarning og fatnað svo áratugum skipti. 

Rammagerðin hefur þróast í tímanna rás og leggur áherslu á að selja íslenska hönnun og handverk.  Rammagerðin, sem nú hefur verið starfrækt í yfir 70 ár, rekur í dag 6 verslanir með vörur frá yfir 400 íslenskum hönnuðum og handverksmönnum.