Jólalína Fischersund
Rammagerðin og Fischersund ilmhús hafa unnið saman um árabil. Jólin koma ekki í Rammagerðina fyrr en kveikt hefur verið á ilmkerti Rammagerðarinnar og Fischersund. Kertið hefur verið samstarfsverkefni síðustu ár en nú í ár hefur Fischersund stækkað jólalínuna og bætt við híbýlisilm, reykelsi og ilmandi jólaskrauti.
Fischersund ilmhús er þekkt fyrir að vinna með einungis hrein efni og olíur. Þau nota gjarnan efni sem er ekki algengt að nota í ilmi en tengjast einhverri minningu úr umhverfinu og náttúrunni. Hver og einn ilmur sem Fischer gefur frá sér er algjör ilmupplifun.
Jólakerti Rammagerðarinnar X Fischersund
Þegar þú finnur ilminn af jólakertinu finnur þú gjarnan ilmi sem þú manst eftir á jólunum. Hver og eitt kerti er handkert í glerglasi. Kveikurinn er úr við til að fá einstaka upplifun líkt og það sé kveikt á báli eða í arineld þegar það logar á kertinu. Þetta vandaða kerti er einstök jólagjöf hvort sem það er handa þeim sem þér þykir vænt um eða bara handa þér. Maður verður jú líka að gefa sjálfum sér eitthvað fallegt um jólin.
Verð 12.500 kr
Jólaskraut Fischersund
Jólaskrautið frá Fischersund er handunnið keramik skraut sem hægt er að hengja upp til dæmis á jólatréð. Kjörið fyrir þá sem eru með gervijólatré en vilja fá ilminn af jólunum inn á heimilið. Með hverju skrauti fylgir ilmolía með dropamæli til að setja á skrautið. Við mælum með að setja einn til þrjá dropa á skrautið hverju sinni en þó allt eftir smekk hvers og eins.
Verð 4.900 kr
Reykelsi Fischersund
Það er eitthvað svo róandi við það að sjá reykinn frá reykelsum dreifa úr sér. Jólareykelsi bættist við jólalínu Fischersund í ár og gefur dásamlegan jólailm frá sér.
Híbýlisilmur Fischersund
Fjórða og síðasta varan í vörulínu Fischersund þessi jólin er híbýlisjólailmur. Ímyndaðu þér að klára jólahreingerninguna, allt orðið tilbúið fyrir jólin og ganga um og úða þessum jólailm um rýmið. Það setur punktinn yfir i-ið.