Rvk Ritual er íslenskt vellíðunar fyrirtæki stofnað af jóga tvíeykinu Evu Dögg Rúnarsdóttur og Dagnýju Berglindi Gísladóttur. Rvk Ritual nálgast heilsu og fegurð heildrænt; þær búa til hreinar og heilnæmar snyrtivörur sem gefa ljóma og halda regluleg hugleiðslu- og djúpöndunar námskeið sem vinna með andlega líðan, sem að þeirra sögn hefur mikil áhrif á ástand húðarinnar.
Stefna fyrirtækisins er að hvetja fólk til að hægja á sér, hugsa betur um sig og skapa einfaldar athafnir inn í hversdeginum.
Með hverju kremi fylgir QR kóði á slakandi ritúal. Allar vörur Rvk Ritual eru framleiddar á Íslandi og eru í umhverfisvænum og endurvinnanlegum umbúðum. www.rvkritual.com