Jólakettir Rammagerðarinnar árið 2023 voru hannaðir af Birni Steinari Blumenstein. Björn er einstakur hönnuður að því leiti að hann leggur mikið upp úr því að vinna með endurunnin efni og að hlutir sem hann hannar hafi hlutverk. Björn talar um að verkefnið hafi verið áskorun fyrir hann sem hönnuð þar sem útlit hefur verið í aukahlutverki á hans ferli en tilgangur og ávinningur verkefna í forgangi.
Björn slasaði á sér fótinn í miðju hönnunarferlinu og er byrjaður í löngu bataferli. Það stoppaði hann þó ekki í að ljúka verkefninu og skila því af sér með glæsibrag.“Ég náði ekki að framleiða mótið fyrr en eftir að ég slasaði mig. Ég var svolítið lengi að komast að því úr hvaða efni ég ætlaði að framleiða úr. Þetta var tilraunakent ferli þar sem ég var að gera tilraunir með timbur, plast og leir. Formið er svolítið innblásið af tækjum sem ég var að nota til að geta framleitt köttinn úr leir. Ég var að smíða mér einföld tól til að geta búið til svona leirpulsur úr einhversskonar kíttibyssu. Formið kemur voða mikið þaðan.”
Jólaköttur Rammagerðarinnar er árlegt samstarfsverkefni milli Rammagerðarinnar og mismunandi hönnuða á ári hverju. Jólakötturinn prýðir eina af fjórum gluggaframstillingur í verslun okkar á Skólavörðustíg 12, jólin 2023.