Aldís keramiker

Aldís keramiker

Aldís Einarsdóttir
Aldís Einarsdóttir keramiker
Brennsluofnar

Aldís Einarsdóttir er einn af okkar færustu keramikerum og við kíktum í heimsókn til hennar í fallega stúdíóið þar sem hún hefur aðstöðu til að renna vörurnar sem hún hannar. 

Aldís hefur verið að renna keramik í áratugi og reynslan leynir sér ekki þegar maður sér listakonuna að verkum. Handlag hennar er svo nákvæmt og vandvirkt. En hvaðan fékk hún þessa hæfileika? 


"Ég lærði í Þýskalandi hjá Gerhard Schwarz. Hann var rosalega strangur og átti það til að slá á hendur á nemendum ef hann var ekki sáttur við verkið. Það var mikil pressa að læra undir þessum aðstæðum svo maður vildi standa sig vel"

Handgert ilmker eftir Aldísi Báru Einarsdóttur með ilmolíu frá Fischersundi og íslenskum hraunmola - Ilmker 16.900 kr

Aldís hannar vörur sem eru selda í Rammagerðinni og hefur á síðustu árum farið að vinna verkefni með Rammagerðinni sem hafa náð frábærum árangri. Sem dæmi má nefna ilmkerið, sem er einstök hönnunarvara og kjörin gjöf. Ilmkerið er keramik skál sem er runnin af Aldísi, ofan í skálina fer lítið sprittkerti og á opið er litlum hraunmola tyllt. Síðan er ilmolíu frá Fischersund dropað á hraunmolann. Þegar kveikt er á kertinu og hitinn leiðir upp í hraunmolann þá dreifist ilmur olíunnar um rýmið. 

Skálarnar í ilmkerinu nýkomnar úr ofninum
Davíð sonur Aldísar

Davíð Georg Gunnarsson sonur Aldísar útskrifaðist nýlega sem arkitekt úr Konunglega danska arkitektaskólanum. Hann er farinn að vinna með móður sinni á verkstæðinu og kom meðal annars að hönnun Ilmkersins


Við hlökkum til að halda áfram að vinna með þessum hæfileikaríku mæðginum. Við hvetjum ykkur til að kíkja við í Rammagerðina og skoða vörur Aldísar og Davíðs sem eru í vöruúrvali hjá okkur.

← Older Post Newer Post →

Hönnuðir

RSS
Jólakötturinn 2023

Jólakötturinn 2023

Jólakettir Rammagerðarinnar árið 2023 voru hannaðir af Birni Steinari Blumenstein. Björn er einstakur hönnuður að því leiti að hann leggur mikið upp úr því að...

Read more
Oceanic

Oceanic

- See in text in english below -  Enn á ný hefur Rammagerðin hafið samstarf við við einn af okkar efnilegri fatahönnuðum; Eyglóu Margréti. Vörulínan...

Read more