Jólateppi Rammagerðarinnar 2023 er komið í verslanir og fæst í takmörkuðu upplagi þessi jólin. Jólateppið er ullarteppi framleitt í Varma fyrir Rammagerðina.
Hugmyndin að teppinu varð ekki til á einum degi
,,Hugmyndin að jólateppinu var búin að vera dálítinn tíma í höfðinu á okkur Sigrúnu Höllu hönnuði hjá Varma. Svo kom þessi einfalda hugmynd, að setja eitt stórt J á teppið og við urðum strax sannfærðar að þetta væri heiðarlegasta hönnunin. Sigrún útfærða síðan teppið mjög skemmtilega og við fengum að nota J úr leturgerð Or Type, sem eru með okkar þekktustu leturgerðarmönnum." segir Auður Gná, listrænn stjórnandi Rammagerðarinnar.
"Teppið er að sjálfsögðu rautt og hvítt, en það sem gerir það þó hátíðlegra en önnur teppi frá Rammagerðinni er gylltur þráður sem blandast saman við okkar frábæru íslensku ull."
Sigga Beinteins jóladíva okkar Íslendinga kjörin fyrirsæta fyrir jólateppið
Þegar fyrsta sýnishornið af teppinu var tilbúið þá þurfti að para það við rétta manneskju í myndatöku og þá einhvern veginn kom ekkert annað til greina en að heyra í okkar fremstu jóladívu og söngkonu, Sigríði Beinteinsdóttur, til að sitja fyrir með teppið. Tökurnar fór fram á Hótel Holti, þar sem Anna Maggý ljósmyndari tók við þessari skemmtilegu herferð.“
Jólateppi Rammagerðarinnar er tilvalið fyrir þá sem eru mikil jólabörn og þykir gaman að brjóta upp á heimilið með jólalegum heimilisvörum yfir hátíðirnar.
Jólateppið fæst í verslun Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg 12 og Hörpu.
Verð 36.500 kr.
Viðtal á mbl.is í fullri lengd hér.