Jólateppið 2023

Jólateppið 2023

Jólateppi Rammagerðarinnar 2023 er komið í verslanir og fæst í takmörkuðu upplagi þessi jólin. Jólateppið er ullarteppi framleitt í Varma fyrir Rammagerðina. 

Hugmyndin að teppinu varð ekki til á einum degi

,,Hug­mynd­in að jóla­tepp­inu var búin að vera dá­lít­inn tíma í höfðinu á okk­ur Sigrúnu Höllu hönnuði hjá Varma. Svo kom þessi ein­falda hug­mynd, að setja eitt stórt J á teppið og við urðum strax sann­færðar að þetta væri heiðarleg­asta hönn­un­in. Sigrún út­færða síðan teppið mjög skemmti­lega og við feng­um að nota J úr let­ur­gerð Or Type, sem eru með okk­ar þekkt­ustu let­ur­gerðarmönn­um." segir Auður Gná, listrænn stjórnandi Rammagerðarinnar.

"Teppið er að sjálf­sögðu rautt og hvítt, en það sem ger­ir það þó hátíðlegra en önn­ur teppi frá Ramma­gerðinni er gyllt­ur þráður sem bland­ast sam­an við okk­ar frá­bæru ís­lensku ull."

 

Sigga Beinteins jóladíva okkar Íslendinga kjörin fyrirsæta fyrir jólateppið

Þegar fyrsta sýn­is­hornið af tepp­inu var til­búið þá þurfti að para það við rétta mann­eskju í mynda­töku og þá ein­hvern veg­inn kom ekk­ert annað til greina en að heyra í okk­ar fremstu jóla­dívu og söng­konu, Sig­ríði Bein­teins­dótt­ur, til að sitja fyr­ir með teppið.  Tök­urn­ar fór fram á Hót­el Holti, þar sem Anna Maggý ljós­mynd­ari tók við þess­ari skemmti­legu her­ferð.“

Jólateppi Rammagerðarinnar er tilvalið fyrir þá sem eru mikil jólabörn og þykir gaman að brjóta upp á heimilið með jólalegum heimilisvörum yfir hátíðirnar. 

Jólateppið fæst í verslun Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg 12 og Hörpu. 

Verð 36.500 kr. 

Viðtal á mbl.is í fullri lengd hér.

Sigga Beinteins umvafin jólateppi Rammagerðarinnar

Jólablogg

RSS