Rammagerðin er stolt af því að geta deilt því með ykkur að ný og glæsileg flaggskipsverslun mun opna vorið 2024 á Laugavegi 31. Verslunin verður með þeim glæsilegri í miðbæ Reykjavíkur eins og húsinu sæmir.
Rammagerðin hefur frá árinu 1940 selt einungis íslenska hönnun og erum við virkilega spennt að geta gert íslenskum hönnuðum hátt undir höfði með því að bjóða það allra fallegasta úr íslensku hönnunarlífi í þessari nýju verslun.
Skref í átt að framtíð Rammagerðarinnar
Bjarney Harðardóttir, eigandi Rammagerðarinnar, trúir því að íslensk hönnun geti komist á svipaðan stall og dönsk hönnun. Opnun Rammagerðarinnar í Kirkjuhúsinu er skref í átt að þeirri framtíðarsýn.
Íslensk hönnun í fallegu húsi
Rammagerðin er framsækið fyrirtæki og leitast stöðugt eftir að vinna með íslenskum hönnuðum með sama hugarfar. Með opnun á þessari nýju og glæsilegu verslun sjáum við tækifæri til að lyfta íslenskri hönnun á enn hærri stall.
Basalt sáu um alla hönnun á versluninni í samráði við listrænan stjórnanda Rammagerðarinnar, Auði Gná. Það er mikil spenna og eftirvænting að sjá útkomuna eftir langt hönnunarferli. Eins hafa ýmsir litir verið skoðaðir á innréttingarnar sem og rýmið í heild. Við teljum okkur vera komin með hina fullkomnu niðurstöðu og erum virkilega spennt að deila útkomunni með ykkur.
Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að fylgjast með framkvæmdum í Kirkjuhúsinu að fylgja okkur á Instagram @rammagerdin. Þar deilum við með ykkur nýjungum í vöruvali hjá okkur, upplýsingum um hönnuði sem og verkefnum eins og opnun verslunarinnar í Kirkjuhúsinu.
Við hlökkum til að bjóða ykkur velkomin í nýja flaggskipsverslun okkar á Laugavegi 31 von bráðar.