Við látum hráefnin ráða för í hönnunarvinnunni til þess að geta fullnýtt þau í lokaafurð.
Flétta er hönnunarfyrirtæki þar sem unnið er með endurnýtt hráefni og staðbundna framleiðslu.
Að Fléttu standa vöruhönnuðirnir Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir. “Vinnustofan okkar er við Auðbrekku 21 í Kópavogi. Við lærðum báðar vöruhönnun við Listaháskóla Íslands og höfum brennandi áhuga á umhverfismálum. Við höfum unnið saman að verkefnum tengdum uppvinnslu hráefna sem annars hefðu verið urðuð frá 2014 og hverfist okkar vinna annarsvegar um að stuðla að staðbundinni framleðislu og hinsvegar að nýtingu hráefna sem annars væru urðuð. Við látum hráefnin ráða för í hönnunarvinnunni til þess að geta fullnýtt þau í lokaafurð. Einkenni íslenskrar hönnunar eru að hún er tilraunakennd, frjáls og skemmtileg.”