Nýjar línur í Kringlunni | Skoðaðu myndirnar!
Þrjár glæsilegar peysur og teppi hafa verið hönnuð fyrir Rammagerðina en verkefnið er afrakstur samstarfs við hönnuðina Hildu Gunnarsdóttur, Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur og Anítu Hirlekar. Vörurnar voru allar framleiddar í VARMA og er því um íslenska hönnun og framleiðslu að ræða frá A-Ö. Tilgangur verkefnisins var að fá íslenska hönnuði til að nálgast íslenska lopann á nýjan hátt í verksmiðjunni Glófa sem Rammagerðin eignaðist á árinu en þar eru flíkurnar og teppin vélprjónuð úr íslensku bandi frá Ístex. Vörurnar eiga að höfða til fagurkera sem vilja styðja við íslenska hönnun.