Hönnuðir og fagurkerar mættu í Hörpu á laugardaginn til að fagna eins árs afmæli verslunarinnar í Hörpu.
Fjöldi hönnuða kynnti vörur sínar fyrir gestum og gangandi.
Haldið var veglegt hönnunarhappdrætti af þessu tilefni og Berglind Festival, rödd Rammagerðarinnar, dró út vinninga við mikinn fögnuð.
Rammagerðin hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár og í stað fjöldaframleiddra túristavara er hún orðin heimili íslenskrar hönnunar.