Frá upphafi hefur Rammagerðin lagt upp úr því að lyfta upp íslenskri hönnun og vinna með hönnuðum sem hafa verið að gera frábæra hluti fyrir íslenskt hönnunarsamfélag. Ragnheiður Ingunn er einn af okkar fremstu keramíkerum og var því kjörið að vinna verkefni með henni fyrir jólin.
Ragnheiður Ingunn er algjör gleðigjafi, það vita allir sem hafa kíkt við í stúdíóið hennar á Njálsgötu 58. Það frábæra er að þessi gleði skilar sér út í hverja einustu vöru sem hún vinnur með höndunum. Þú getur því verið viss um að það fylgi því gleðileg jól þegar þú kaupir keramik eilífðarmola.
Molarnir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Þó eru ákveðin form sem Ragnheiður er að vinna með í þessu verkefni sem öll líkjast hinum íslensku konfektmolum. Þegar líða fór á ferlið og fyrstu molarnir voru að koma úr brennsluofninum kom sú hugmynd að framleiða einnig box. Boxin eru líka eins og súkkulaðimolar í laginu en bjóða uppá enn meira notagildi en molarnir, sem eru einmitt hugsaðir sem fallegt borðskraut eða veggskraut.
Eilífðarmolarnir koma í fjórum litun, brúnum, gylltum, silfur og paladíum, en gull- og silfurmolarnir eru húðaðir með ekta gulli og silfri.
Verð á eilífðarmolunum og boxunum
Lítill moli brúnn - 5.600 kr
Lítill moli ekta silfur - 9.900 kr
Lítill moli ekta gull - 9.900 kr
Lítill moli paladium - 5.600 kr
Stór moli brúnn - 6.200 kr
Stór moli ekta silfur - 10.900
Stór moli ekta gull - 10.900
Stór moli paladium - 6.200 kr
Box brúnt - 8.000kr
Box ekta gull - 11.900kr
Box ekta silfur - 11.900kr
Box paladium - 8.000kr