Það má nota hversdagsstellið á jólunum

Það má nota hversdagsstellið á jólunum

Mynd­list­ar­kon­an Sísí Ing­ólfs­dótt­ir er vand­ræðal­ega mikið jóla­barn. Á jól­un­um er öllu tjaldað til og að sjálf­sögðu ger­ir hún sitt eigið rauðkál. Rauð kerti, greni og fal­leg­ar jólaserví­ett­ur eru nóg til að skreyta jóla­borðið í ár. 

Hjá mér kom eiginlega aldrei annað til greina en að fara í listnám. Mér fannst það einfaldlega sameina allt sem mér þótti skemmtilegast,

„Það er margt sem minn­ir Sísí á jól­in. „Það get­ur til dæm­is verið lykt og ekki bara af hangi­kjöti, ég fer strax í jólagír­inn ef ég finn vindla­lykt en afi reykti alltaf vindla á jól­un­um – reykti samt al­mennt ekki en það er eitt­hvað við þá lykt sem rifjar upp hug­ljúf­ar minn­ing­ar,“ seg­ir Sísí.


Besta gjöf­in var heima­gerð

Jóla­gjaf­ir þurfa ekki að kosta mikið en besta jóla­gjöf Sísí­ar var heima­til­bú­in jóla­gjöf frá for­eldr­um henn­ar.


„For­eldr­ar mín­ir voru ekk­ert sér­stak­lega efnuð og því voru sjald­an ef ein­hvern tím­ann ein­hverj­ar „grand“ jóla­gjaf­ir nema ein jól­in þar sem mamma hafði teiknað dúkku­hús og pabbi smíðað það, besta gjöf allra tíma. En þótt þau hefðu ekki mikið á milli hand­anna fund­um við börn­in aldrei fyr­ir því og sér­stak­lega ekki á þess­um árs­tíma. Mamma bakaði all­ar þær sort­ir sem hægt er að ímynda sér, stór­fjöl­skyld­an kom í laufa­brauðsgerð, hátíðarmat­ur og eft­ir­vænt­ing, það skorti aldrei neitt,“ seg­ir Sísí.


„Pabbi minn féll skyndi­lega frá þegar ég var tíu ára og lengi vel voru jól­in mér ein­stak­lega erfiður tími. Það er ein­hvern veg­inn ætl­ast til þess eða í það minnsta bú­ist við því að manni líði vel á þess­um tíma, en það er auðvitað ekki alltaf svo. Jól­in geta valdið fólki kvíða og van­líðan. Það var eig­in­lega ekki fyrr en ég varð móðir sem „jóla­and­inn“ kom aft­ur yfir mig. Ég fékk fyrsta barnið mitt altalandi og full­komna í fangið rétt í kring­um tví­tugt. Hún á vissu­lega mömmu, dá­sam­lega mömmu, en svo á hún mig, alltaf. En þessi lita sprengja af gleði end­ur­vakti mína ást á þess­ari hátíð – mig lang­ar að segja ljóss og friðar en ætla að hemja mig. Að upp­lifa gleðina og spenn­ing­inn hjá þess­um dá­semd­um er magnað. En ég á ekki nema fimm slík í dag sem byrja sko að telja niður í apríl.“


Hér má sjá jólaborð að hætti myndlistarmanns.Hér má sjá jóla­borð að hætti mynd­list­ar­manns. mbl.is/Arnþór Birk­is­son


Rauð kerti og laufabrauð eru ómissandi.Rauð kerti og laufa­brauð eru ómiss­andi. mbl.is/Arnþór Birk­is­son


Jóla­stemn­ing á serví­ett­un­um

Mynd­list­ar­kon­unni Sísí finnst gam­an að dýfa tán­um í hönn­un og fyr­ir jól­in hannaði hún sér­stak­ar jólaserví­ett­ur fyr­ir Ramma­gerðina. „Ég hef und­an­farið ár átt mjög far­sælt og ánægju­legt sam­starf við þau þar sem ýms­ar vör­ur hafa litið dags­ins ljós,“ seg­ir Sísí, sem finnst gam­an að pæla í hvar lín­an ligg­ur í list, hönn­un og hand­verki.


„Ég gerði tvenns kon­ar jólaserví­ett­ur í ár; ann­ars veg­ar af­sök­un og hins veg­ar upp­skrift að rauðkáli, serví­ett­urn­ar eru svo gerðar af snill­ing­un­um í Reykja­vík Letter­press. Báðar týp­ur eru texta­verk með mynd­um í fal­leg­um vín­rauðum lit svo þótt það sé mikið að ger­ast á þeim þá eru þær ekki trufl­andi. Ég af­saka mig mjög mikið, mjög, en ég er þó skömm­inni skárri en móðir mín og hún eitt­hvað betri en henn­ar móðir. Ég byrjaði að vinna með af­sak­an­ir fyr­ir rúm­um þrem­ur árum, kannski fyrst og fremst sem ein­hvers kon­ar óð til móður minn­ar og annarra for­mæðra. Það fór fljót­lega út í sjálfs­vinnu sem svo þró­ast út í kannski meira háð að þess­ari fá­rán­legu al­gengu þörf okk­ar, sér­stak­lega kvenna, til að af­saka okk­ur og hrein­lega minnka okk­ur. Sem við eig­um auðvitað ekk­ert með að gera. Í dag telja þess­ar af­sak­an­ir mörg hundruð og ég alls ekki búin.


Rauðkáls­upp­skrif­in er bara eitt­hvað upp úr mér en ég geri að sjálf­sögðu alltaf mitt eigið rauðkál fyr­ir jól­in, fyrsta sem ég geri snemma aðfanga­dags. Ég held að marg­ir geri sitt eigið og enn fleiri langi að prufa það, mikla það kannski fyr­ir sér en þetta er ekk­ert stór­mál. Ég vona bara að serví­ett­urn­ar fangi ein­hverja stund í und­ir­bún­ingi jóla sem von­andi marg­ir geta tengt við.“


mbl.is/Arnþór Birk­is­son


mbl.is/Arnþór Birk­is­son


Þegar Sísí lagði á jóla­borðið fyr­ir jóla­blaðið notaði hún hvers­dags­disk­ana. Það passaði við stemn­ing­una sem hún vildi hafa lát­lausa. Hún seg­ir þó að jól­in séu tími til að tjalda öllu til og sjá börn­in yf­ir­leitt um að yf­ir­skreyta jóla­tréð.


„Í ár var borðskreyt­ing­in frek­ar ein­föld, klippt­ar greni­grein­ar og rauð kerti, hlut­irn­ir þurfa ekki alltaf að vera flókn­ir. Á aðfanga­dags­kvöld hef­ur kona oft misst sig ör­lítið. Tveir for­rétt­ir, einn veg­an, einn ekki. Eft­ir það kem­ur möndl­ugraut­ur­inn en við höf­um alltaf nýtt borðspil í möndlu­gjöf. Þá kem­ur þre­fald­ur aðal­rétt­ur, hnetu­steik, ham­borg­ar­hrygg­ur og rjúpa með til­heyr­andi meðlæti, þar á meðal rauðkáli, þrem­ur mis­mun­andi sós­um og ann­arri geðveiki. Í eft­ir­rétt er svo veganút­gáfa; heima­gerður romm­kúluís og truffl­ur.“


Sísí seg­ist stund­um draga fram sparistellið á jól­un­um. „Ég á sparistell, ótrú­lega fal­legt og fín­gert postu­líns­stell frá hinu norska Por­se­gr­und en stellið fékk ég frá yngsta bróður mín­um. Hann hafði fengið það frá mömmu sem fékk það í brúðar­gjöf árið 1970. Þetta er rosa­legt stell, það vant­ar ekk­ert, all­ar teg­und­ir af skál­um og disk­um, öll stór og minni föt, meira að segja blóma­vas­ar og kerta­stjak­ar og bæði kaffi- og kakó­boll­ar. Þetta stell tek­ur bók­staf­lega tvo skápa. En mér finnst virki­lega skemmti­legt að nota það, þótt það þurfi að handþvo eft­ir á. Ég kannski nota það bara of sjald­an. Fólk þarf auðvitað ekk­ert að eiga sparistell en það ger­ir til dæm­is jól­in hátíðlegri að nota svona „spari“.“


mbl.is/Arnþór Birk­is­son


Jól­in í ár verða kósí


Áttu þér upp­á­hald­sjó­la­m­inn­ingu?

„Upp­á­hald­sjó­la­m­inn­ing­arn­ar mín­ar eru í raun tvíþætt­ar; ann­ars veg­ar sem barn í faðmi fjöl­skyld­unn­ar og hins veg­ar sem móðir í faðmi barn­anna minna. Ég get í raun ekki gert upp á milli þeirra. Ætli upp­á­hald­sjó­l­in séu ekki bara alltaf þau sem eiga sér stað hverju sinni. Eft­ir­minni­leg at­vik eru þó nokk­ur, bæði skond­in og ljúf.“


Hvernig verða jól­in í ár?

„Jól­in í ár verða bara kósí, ég hef und­an­far­in ár haft börn­in, móður mína, yngsta bróður minn, kon­una hans og stund­um móður henn­ar. En í ár verður mamma hjá elsta bróður mín­um og sá yngsti og hans lið verða ekki á land­inu. Þannig að kósí, held ég. Bara ég og börn­in. Auðvitað mest­megn­is af hefðbundna matn­um, óá­feng­ur jóla­kokteill fyr­ir lötu mömm­una, trönu­berja­safi og sóda­vatn, 50/50, skreytt með rós­maríni en í fal­legu glasi. Gjafa­brjálæði og kósí­heit fram á kvöld. Ég hlakka mjög mikið til, það er reynd­ar búið að vera svo­lít­il vinnutörn hjá mér svo þetta verður bara dá­sam­legt held ég,“ seg­ir Sísí, sem hlakk­ar til jól­anna.


mbl.is/Arnþór Birk­is­sonSérvétturnar hafa fengið mikla athygli. Þær fást í Rammagerðinni.Sér­v­ét­t­urn­ar hafa fengið mikla at­hygli. Þær fást í Ramma­gerðinni. mbl.is/Arnþór Birk­is­sonBlá glös tóna vel við fjólublá glös.Blá glös tóna vel við fjólu­blá glös. mbl.is/Arnþór Birk­is­sonmbl.is/Arnþór Birk­is­sonHér má sjá verk eftir Sísí.Hér má sjá verk eft­ir Sísí.mbl.is/Arnþór Birk­is­son


Grein frá mbl.is - Lestu greinina hér

← Older Post Newer Post →

í fjölmiðlum

RSS
MORRA, FJARA

MORRA, FJARA

The fashion designer Signý Þórhallsdóttir started her carreer at Vivienne Westwood and her unique designs are printed silk. There was never any doubt in my mind about going...

Read more
Hönnuðu lopapeysur án hliðstæðu

Hönnuðu lopapeysur án hliðstæðu

Aníta Hirlekar, Hilda Gunnarsdóttir og Sigrún Halla Unnarsdóttir eiga heiðurinn af nýju lopapeysulínunni. Peysurnar eru framleiddar í VARMA en fyrr á árinu eignaðist Rammagerðin fyrirtækið....

Read more