MORRA, FJARA

MORRA, FJARA

The fashion designer Signý Þórhallsdóttir started her carreer at Vivienne Westwood and her unique designs are printed silk.

There was never any doubt in my mind about going to art school. I simply thought it joined together everything that I enjoyed the most,

"Although Vivienne Westwood's studio is well-established, it still takes great pride in its design work and creativity at the heart of the company. It's incredibly fun and challenging to work in such an environment, and I also got the hang of working with the story, which somewhat characterises the design culture in the United Kingdom," says Signý.


She began an internship with the British fashion designer Vivienne Westwood in London and subsequently got a job as a designer where she worked for three years for the famous fashion house.


 

Grandparents where influencers

Signý designs exceptionally stylish silk scarves, silk robes and other items that have been successful under the Morra brand.


"Morra is a made-up name from many things that I find interesting or fun. For me, Morra is a kind of personal creative goddess who gives me a platform to do what I like," explains Signý about the origin of the name.
However, the word design was not at the top of her mind in her youth.


"But my grandmother and grandfather on my father's side were skilled at sewing and construction and made all kinds of things that influenced me," says Signý about his first influences in design and creativity.


The spirit poison reaches her far and wide.
"When I lived in London, I found nothing more fun than going to museums, for example, looking at art exhibitions at the Royal Academy and crafts at the Victoria and Albert Museum. But after I moved back home to Iceland, I look more into nature. Here, nothing compares to being somewhere outside when it comes to colors and textures. I also rummage and look at a lot of hand gestures from the past," reports Signý.


Meira krydd í tjáninguna

Signý leggur áherslu á prent í sínu sköpunarverki og notar eingöngu náttúruleg og umhverfisvæn efni.

„Þegar ég var unglingur dútlaði ég mikið í skissubækur en ég hugsa að áhuginn hafi kviknað af alvöru þegar ég lærði að silkiþrykkja í Listaháskólanum. Stuttu seinna komst ég að því að iðnaðurinn í kringum prentaðan textíl er mun stærri en mig hafði grunað; heill heimur af prentum,“ segir Signý og bætir við að eftir útskrift hafi ekki annað komið til greina en að fara í starfsnám hjá prenthönnuði í New York til að kynna sér þann heim betur.

„Þegar ég hanna prentin byrja ég yfirleitt á að gera skissur með bleki eða gvasslitum sem ég vinn svo áfram í prent. Undanfarið hef ég svo verið að gera tilraunir með snið og hanna flíkur á sem þvívíðastan hátt. Munstur geta bætt öðru lagi ofan á lúkkið og sett aðeins meira krydd í tjáninguna. Mér finnst áhugavert að para munstraðar flíkur saman við eitthvað annað, til dæmis áferðarmikil efni eða aðra mynstraða flík.“


Hægt að verða háður silkislæðum

Silkislæður Signýjar eru ægifögur listaverk.

„Silkislæða setur punktinn yfir i-ið eins og fallegur skartgripur,“ segir Signý. „Ég er hugfangin af silkislæðum því þær eru tímalausir fylgihlutir sem hægt er að para við svo margt og klæðast á svo ólíkan hátt. Sumum þykja silkislæður of sparilegar og eru hrædd við að klæðast þeim en mér finnst þær einmitt fallegar, bæði spari og hvunndags. Ég hef sérstaklega gaman af því að para þær saman við groddaralegri hluti, stóra jakka eða gallabuxur og hef klæðst mínum mikið við hversdagsleg tilefni. Silkislæður eru líka svo ofsalega þægilegar og mjúkar upp við hálsinn að maður verður háður þeim,“ segir Signý og hlær.

Hönnun hennar er eftirsóknarverð enda einstaklega fögur, kvenleg og heillandi.

„Akkúrat núna er ég stoltust af nýjustu fatalínunni minni, Colorise II. Þegar ég hanna fatnað og slæður hef ég í huga manneskjur sem vilja klæðast vönduðum flíkum með nútímalegu en jafnframt afslöppuðu yfirbragði.“



Oft farið í jólaköttinn

Signý segist margoft hafa farið í jólaköttinn.

„Mér hefur alltaf þótt gaman að klæða mig upp um jólin og yfirleitt vel ég eitthvað sem er sparilegt en jafnframt þægilegt og hentar vel fyrir langt og gott borðhald. Þegar ég hef ekki fengið nýja flík fyrir jólin hef ég blíðkað jólaköttinn með nýjum samsetningum við eldra sparidress. Um áramótin gef ég svo meira í, fer í prentaðan silkikjól og pinnahæla og bæti smá glimmeri við,“ gefur Signý upp, en hvert er hennar besta tískuráð fyrir jóli og áramót?

„Það er að njóta þess að klæða sig upp og leyfa sér að vera fínn yfir hátíðarnar. Svo mæli ég líka með að taka smá tíma í núvitund og strauja fötin sín,“ segir Signý glettin.


Hér má sjá eina af slæðunum úr línunni Fjara sem Signý vann í samstarfi við Rammagerðina.Silkislæðurnar í Fjöru vísa í hinar ýmsu sjávarverur og fyrirbæri sem finnast í íslenskum sjó og fjöru.

Slæður Signýjar fást í öllum verslunum Rammagerðarinnar en Signý á í spennandi samstarfi við Rammagerðina með línu af slæðum sem hún nefnir „Fjara“. Skemmtilegt er að geta þess að Signý skreytti einnig glugga Rammagerðarinnar í þetta sinn með myndformum sem koma einnig fyrir í slæðunum; rauðum og mjög jólalegum þara.

„Auður frá Rammagerðinni hafði samband við mig í fyrra og datt í hug hvort ég væri til í að prófa að gera hugmynd af tóbaksklút fyrir Rammagerðina og vinna með höfnina sem þema. Verkefnið vatt heldur betur upp á sig og fór úr því að vera einn klútur upp í að vera sex silkislæður þar sem hafið er í aðalhlutverki. Línan ber nafnið Fjara og vísar í hinar ýmsu sjávarverur og fyrirbæri sem finnast við fjöruborðið og í sjónum. Teikningarnar eru handmálaðar og við ákváðum að hafa litina svolítið leikandi til að vega upp á móti kuldanum úr sjónum,“ segir Signý um glæstan afrakstur samtarfsins.


Grein fengin frá frettabladid.is - Lestu viðtalið í heild sinni hér

← Older Post

í fjölmiðlum

RSS
Það má nota hversdagsstellið á jólunum

Það má nota hversdagsstellið á jólunum

Myndlistarkonan Sísí Ingólfsdóttir vann í samstarfi við Rammagerðina jólasérvéttur út frá verkunum hennar.

Read more
Hönnuðu lopapeysur án hliðstæðu

Hönnuðu lopapeysur án hliðstæðu

Aníta Hirlekar, Hilda Gunnarsdóttir og Sigrún Halla Unnarsdóttir eiga heiðurinn af nýju lopapeysulínunni. Peysurnar eru framleiddar í VARMA en fyrr á árinu eignaðist Rammagerðin fyrirtækið....

Read more