Hönnuðu lopapeysur án hliðstæðu

Hönnuðu lopapeysur án hliðstæðu

Aníta Hirlekar, Hilda Gunnarsdóttir og Sigrún Halla Unnarsdóttir eiga heiðurinn af nýju lopapeysulínunni. Peysurnar eru framleiddar í VARMA en fyrr á árinu eignaðist Rammagerðin fyrirtækið. Ljósmynd/Saga Sig

Íslensku hönnuðirn­ir Aníta Hirlek­ar, Hilda Gunn­ars­dótt­ir og Sigrún Halla Unn­ars­dótt­ir eiga heiður­inn af of­ursmart lopa­peys­um og tepp­um sem færa ís­lensku ull­ina út úr torf­kof­um og lóðbeint inn í framtíðina. 


Þess­ar fersku lopa­peys­ur minna alls ekki á hina hefðbundnu ís­lensku og koma eins og ylvolg gola inn í kuldakast aðvent­unn­ar. Til­gang­ur verk­efn­is­ins er að fá ís­lenska hönnuði til að nálg­ast ís­lenska lop­ann á nýj­an hátt. Í lín­unni eru bæði peys­ur og teppi. 


Anita Hirlekar í hönnun sinni.Anita Hirlek­ar í hönn­un sinni. Ljós­mynd/Saga Sig


Lit­rík­ur Edens­garður úr ull

Lína Anítu Hirlek­ar nefn­ist Eden og er skreytt sterklituðum blóm­um á svört­um bak­grunni en munstrið í peys­un­um minn­ir á kjóla­línu henn­ar sem notið hef­ur vin­sælda. 


„Ferlið byrjaði með litap­all­ett­unni  en hug­mynd­in var að nota sterk­ar lita­sam­setn­ing­ar sem mundu henta vel inn á heim­ili sem vant­ar smá lit,” 


„Mér finnst mik­il­vægt að teppið væri fal­legt, líka þegar því er kuðlað sam­an í sófa.“ Hægt er að snúa því á alls kon­ar vegu og við það breyt­ist út­lit tepp­is­ins þannig að það tek­ur á sig sí­fellt nýj­an blæ. „Lit­irn­ir tóna mjög vel inni á naum­hyggju­heim­ili.” 


Anita seg­ist hafa nokkr­um sinn­um unnið með prjón en aldrei á þenn­an máta. 


„Ég nálgaðist í raun­inni hönn­un­ina á tepp­inu sem eins kon­ar lista­verk inni á heim­ili, eða kannski meira sem nytjalist. Við fór­um í gegn­um alls kon­ar hug­mynd­ir og það var smá krefj­andi ferli að út­færa yfir í prjón en engu að síður mjög skemmti­legt þar sem ís­lenska ull­in er líka svo merki­legt hrá­efni.”


Peys­una seg­ir hún hafa orðið til eft­ir hrárri skissu sem hana langaði að hafa eft­ir­tekt­ar­verða og glaðlega. „Nafnið á lín­unni er Eden sem mér finnst henta ótrú­lega vel líka, þar sem hönn­un­in er eins kon­ar Edens­garður af blóm­um, en blómið sjálft á mynd­inni er mín abstraktút­gáfa af ís­lenska blóm­inu Snotru.


Sigrún Halla Unnarsdóttir klæðist peysu eftir sjálfa sig.Sigrún Halla Unn­ars­dótt­ir klæðist peysu eft­ir sjálfa sig. Ljós­mynd/Saga Sig


Hluti af stór­merki­legri iðnsögu okk­ar ís­lend­inga

Teppi og peys­ur Sigrún­ar Höllu eru tví­litar í dökk­bláu og hvítu. Hún seg­ist hafa sótt inn­blást­ur í lín­una sem hún nefn­ir Heim­skaut í mynd­ir þar sem horft er frá lofti ofan á ís­fleka sem fljóta á haf­inu.


„Það er ein­hver dá­sam­leg kyrrð yfir þess­um mynd­um á sama tíma og áhyggj­ur af hlýn­un jarðar hríslast um mann,” 


„Ég er búin að vera með ann­an fót­inn í prjóna­hönn­un í tæp­an ára­tug en það er bæði til­komið vegna til­vilj­ana og þess að ég vildi flytja heim eft­ir nám. Við erum svo lán­söm að eiga frá­bæra ull og prjóna­verk­smiðjuna VARMA sem held­ur vörð um bæði hrá­efnið og þessa arf­leið okk­ar, að vinna úr ís­lensku ull­inni. 


Eft­ir að ég komst með tærn­ar þangað inn hef­ur verið erfitt að losna við mig. Ég hef verið í al­gjörri for­rétt­inda­stöðu að geta valsað þar um, en það er ein­stakt að hafa prjóna­verk­smiðju inni í miðri borg,” seg­ir hún. „Að vinna með ull­ina er hluti af stór­merki­legri iðnsögu okk­ar Íslend­inga og ég er alltaf að læra eitt­hvað nýtt þar. Ég er far­in að átta mig á því að ég hljóma stund­um eins og Guðni Ágústs­son, en í kring­um árið 1800 voru 26 pör af hand­prjónuðum dugg­ara­sokk­um jafn­mik­ils virði og 120 fisk­ar. Það hlýt­ur að hafa verið frá­bær nú­vit­und á þess­um tím­um. 


...Ull­in er arf­leifð sem við eig­um að vera stolt af en á sama tíma vera óhrædd við að leyfa henni að þró­ast með okk­ur.”


Hilda Gunnarsdóttir hönnuður.Hilda Gunn­ars­dótt­ir hönnuður. Ljós­mynd/Saga Sig


Vantaði hress­ari út­gáfu af ís­lenskri lopa­peysu

„List­rænn stjórn­andi Ramma­gerðar­inn­ar, hún Auður Gná, nálgaðist mig þegar hún var að byrja að vinna í breyt­ing­um á heild­ar­svip Ramma­gerðar­inn­ar,“ seg­ir Hilda Gunn­ars­dótt­ir sem hann­ar und­ir merk­inu Milla Snorra­son.


„Ég verð að taka fram að mér finn­ast þær breyt­ing­ar hafa tek­ist al­veg svaka­lega vel. Ramma­gerðin er gjör­breytt og orðin svo glæsi­leg versl­un sem styður á fal­leg­an hátt við ís­lenska hönn­un. Þær tóku í byrj­un inn peys­urn­ar mín­ar sem eru með and­liti á og ég hannaði í sam­starfi við lista­kon­una og vin­konu mína Söru Gillies fyr­ir næst­um tíu árum síðan. And­litið á ræt­ur sín­ar að rekja í ol­íu­mál­verk frá henni. Peys­urn­ar höfðu ekki verið í sölu í smá tíma þar sem ég fór í náms­hlé sem breytt­ist svo í fæðing­ar­or­lof. Sam­starfið þróaðist svo út í það að ég hannaði teppi með and­lit­inu sem var virki­lega skemmti­legt því mig hef­ur lengi langað að prófa að setja and­litið á teppi. 


Lit­irn­ir í tepp­inu lögðust vel í fólk svo þau í Ramma­gerðinni bäðu mig um að út­færa þá í peys­urn­ar líka,” seg­ir Hilda og ját­ar að henni líði vel með að hanna úr ís­lenskri ull og að fram­leiðslan fari fram á Íslandi. 


„Þetta var í raun aðalástæða þess að ég hannaði peys­urn­ar í upp­hafi. 


Mér fannst vanta aðeins hress­ari út­gáfu af ís­lenskri lopa­peysu og ég vildi taka þátt í að hanna og fram­leiða flík­ur á Íslandi og úr ís­lensku efni.


Sú löng­un kom kannski svo­lítið út frá pæl­ing­um um um­hverf­isáhrif fatnaðar, dýra­vel­ferð og að vilja hafa góða inn­sýn inn í aðstæður fólks­ins, sem sér um fram­leiðsluna. Einnig, og ekki minna mik­il­vægt, er að taka þátt í að styðja ís­lensk­an iðnað því ef að hönnuðir hætta að fram­leiða á Íslandi þá auðvitað ber fram­leiðslan sig ekki.“


Hér má sjá peysu Sigrúnar Höllu í gulu og hvítu.Hér má sjá peysu Sigrún­ar Höllu í gulu og hvítu. Ljós­mynd/Saga SigAníta Hirlekar í peysu eftir sig.Aníta Hirlek­ar í peysu eft­ir sig. Ljós­mynd/Saga SigHér er Hilda í peysunni og fyrir framan teppið sem …Hér er Hilda í peys­unni og fyr­ir fram­an teppið sem hún hannaði. Ljós­mynd/Saga Sig


Lestu greinina á mbl.is hér


Newer Post →

í fjölmiðlum

RSS
MORRA, FJARA

MORRA, FJARA

The fashion designer Signý Þórhallsdóttir started her carreer at Vivienne Westwood and her unique designs are printed silk. There was never any doubt in my mind about going...

Read more
Það má nota hversdagsstellið á jólunum

Það má nota hversdagsstellið á jólunum

Myndlistarkonan Sísí Ingólfsdóttir vann í samstarfi við Rammagerðina jólasérvéttur út frá verkunum hennar.

Read more