Milla Snorrason

Milla Snorrason

“Listrænn stjórnandi Rammagerðarinnar hún Auður Gná nálgaðist mig þegar hún var að byrja að vinna í breytingum á heildarsvip Rammagerðarinnar”, segir Hilda Gunnarsdóttir sem hannar undir merkinu Milla Snorrason.

“Ég verð að taka fram að mér finnast þær breytingar hafa tekist alveg svakalega vel. Rammagerðin er gjörbreytt og orðin svo glæsileg verslun sem styður á fallegan hátt við íslenska hönnun.

“Þær tóku í byrjun inn peysurnar mínar sem eru með andliti á og ég hannaði í samstarfi við listakonuna og vinkonu mína Söru Gillies fyrir næstum tíu árum síðan. Andlitið á rætur sínar að rekja í olíumálverk frá henni. Peysurnar höfðu ekki verið í sölu í smá tíma þar sem ég fór í námspásu sem breyttist svo í fæðingarorlof. Samstarfið þróaðist svo út í það að ég hannaði teppi með andlitinu sem var virkilega skemmtilegt því mig hefur lengi langað að prófa að setja andlitið á teppi. Litirnir í teppinu lögðust vel í fólk svo þau í Rammagerðinni bäðu mig um að útfæra þá í peysurnar líka,” útskýrir Hilda. Hún segir að henni hafi þótt mjög gott og mikilvægt að vinna með íslenskri ull og láta framleiða flíkurnar á Íslandi.

“Þetta var í raun aðalástæða þess að ég hannaði peysurnar í upphafi. Mér fannst vanta aðeins hressari útgáfu af íslenskri lopapeysu og ég vildi hanna flíkur sem voru hannaðar og framleiddar á Íslandi og úr íslensku efni. Sú löngun kom kannski svolítið út frá pælingum um umhverfisáhrif fatnaðar, dýravelferð og að vilja hafa góða innsýn inn í aðstæður fólksins, sem sér um framleiðsluna. Einnig og ekki minna mikilvægt er að taka þátt í að styðja íslenskan iðnað því ef að hönnuðir hætta að framleiða á Íslandi þá auðvitað ber framleiðslan sig ekki. “

← Older Post Newer Post →

Hönnuðir

RSS
Jólakötturinn 2023

Jólakötturinn 2023

Jólakettir Rammagerðarinnar árið 2023 voru hannaðir af Birni Steinari Blumenstein. Björn er einstakur hönnuður að því leiti að hann leggur mikið upp úr því að...

Read more
Aldís keramiker

Aldís keramiker

Við kíktum í heimsókn til Aldísar í fallega stúdíóið þar sem hún hefur aðstöðu til að renna vörurnar sem hún hannar.

Read more