Jólaköttur Rammagerðarinnar 2020

Jólaköttur Rammagerðarinnar 2020

Stúdíó Flétta, íslenskir hönnuðir
rammagerdin.is

Jólakettir 2020 voru framleiddir af Stúdíó Fléttu, úr notuðum barnafötum frá Rauða krossinum á Íslandi. Vöruhönnuðina Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur sem mynda Stúdíó Fléttu unnu með Rammagerðinni til að hanna jólakött ársins 2020, sem í framhaldi hefur verið árlegur viðburður hjá Rammagerðinni með nýjum íslenskum hönnuði á hverju ári.

„Það er líka svolítið vinna að hanna vöru sem fellur að þeirra hugmyndafræði sem við höfum tileinkað okkur sem hönnuðir,“ segir Hrefna Sigurðardóttir í viðtali við Hús & Híbýli „vegna þess að við höfum sett okkur ákveðnar skorður í okkar hönnun. Við hönnum ekki úr hverju sem er heldur endurnýtum mikið notaða hluti og sækjum efnisvið í nærumhverfið, með umhverfisvænar vinnsluaðferðir að leiðarljósi. Þetta var því svolítil vinna en mjög skemmtilegt.“

„Þegar Rammagerðin nálgaðist okkur með það verkefni að búa til jólakött fengum við frjálsar hendur með hvernig við nálguðust það og ákváðum því að hafa það í anda þess sem við höfum áður gert. Við fórum í smá heimildavinnu og lásum okkur til um jólaköttinn, sem er kannski einna helst þekktur fyrir að éta börn sem ekki fá flíkur fyrir jólin, og okkur fannst skemmtilegt að leika okkur aðeins með þá pælingu. Þannig kviknaði þessi hugmynd, að búa til jólakött sem væri gerður úr notuðum barnafötum,“ útskýrir Birta Rós í viðtalinu við Hús&Híbýli.

Birta og Hrefna reka saman hönnunarstofuna Fléttu, en þær fást við endurnýtt efni í sinni hönnun. Meðal fyrri verka Fléttu eru loftljós, borð, lampar og hillur úr gömlum verðlaunagripum og gólfmottur úr notuðum gallabuxum. Hrefna og Birta hafa í tvígang hlotið hönnunarverðlaun The Reykjavík Grapevine fyrir vörur ársins 2019 og fyrir vörulínu ársins árið 2020.

Jólakötturinn er ávalt framleiddur í takmörkuðu framlagi á hverju ári og fæst einungis í verslunum Rammagerðarinnar.

Newer Post →

Hönnuðir

RSS
Jólakötturinn 2023

Jólakötturinn 2023

Jólakettir Rammagerðarinnar árið 2023 voru hannaðir af Birni Steinari Blumenstein. Björn er einstakur hönnuður að því leiti að hann leggur mikið upp úr því að...

Read more
Aldís keramiker

Aldís keramiker

Við kíktum í heimsókn til Aldísar í fallega stúdíóið þar sem hún hefur aðstöðu til að renna vörurnar sem hún hannar.

Read more