Sigrún Halla Unnarsdóttir

Sigrún Halla Unnarsdóttir

Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður hefur verið með annan fótinn í prjónahönnun í tæpan áratug og vinnur í prjónaverksmiðju VARMA við sníðagerð og vöruþróun fyrir VARMA.

Við erum svo lán­söm að eiga frá­bæra ull og prjóna­verk­smiðjuna VARMA sem held­ur vörð um bæði hrá­efnið og þessa arf­leið okk­ar, að vinna úr ís­lensku ull­inni. Eft­ir að ég komst með tærn­ar þangað inn hef­ur verið erfitt að losna við mig. Ég hef verið í al­gjörri for­rétt­inda­stöðu að geta valsað þar um, en það er ein­stakt að hafa prjóna­verk­smiðju inni í miðri borg,” seg­ir hún.

„Að vinna með ull­ina er hluti af stór­merki­legri iðnsögu okk­ar Íslend­inga og ég er alltaf að læra eitt­hvað nýtt þar. Ég er far­in að átta mig á því að ég hljóma stund­um eins og Guðni Ágústs­son, en í kring­um árið 1800 voru 26 pör af hand­prjónuðum dugg­ara­sokk­um jafn­mik­ils virði og 120 fisk­ar. Það hlýt­ur að hafa verið frá­bær nú­vit­und á þess­um tím­um.

Ull­in er arf­leifð sem við eig­um að vera stolt af en á sama tíma vera óhrædd við að leyfa henni að þró­ast með okk­ur.”


Hvar er vinnustofa/studióið  þitt/ykkar staðsett: 

Ég er hönnuður og listrænn stjórnandi hjá VARMA sem er staðsett í Ármúla 31. Þar hef ég komið mér vel fyrir í kjör aðstöðu til flakka  á milli véla salarins, þvottahússins og saumastofunnar.


Hvar lærðir þú/þið: 

Ég er með mastersgráðu í fatahönnun frá Kolding School of Design í Danmörku.


Hugmyndafræðin/innblástur á bak við þína/ykkar hönnun: 

Hugmyndafræðin mín er virðing og væntumþykja fyrir því sem á undan okkur kom og eftirvænting fyrir því sem koma skal. Umhverfið sem ég er í er líka mjög mótandi. Ég er núna mikið á verksmiðjugólfinu innan um prjónavélar svo að alvöru íslenskur iðnaður setur mark sitt á mig, að finna fyrir arfleiðinni sem ullarvinnsla byggir á, reynslunni og auðnum í fólkinu sem vinnur við hana og möguleikunum sem við höfum til framtíðar. 


Hvað telur þú vera sérkenni íslenskrar hönnunar: 

Hún einkennist af því hvað íslenskir hönnuðir eru yfirgengilega hugrakkir. ← Older Post

x Rammagerðin

RSS
Hugmyndin kviknaði í fjörunni

Hugmyndin kviknaði í fjörunni

Ilmker, gjafasett. Samstarf Rammagerðarinnar við Aldísi Einarsdóttur einn færasta leirkeramsiður íslands og Fischersundi sem sérhaæfir sig í upplifun og skynjun.

Read more