Hugmyndin kviknaði í fjörunni

Hugmyndin kviknaði í fjörunni

Aldís Bára Einarsdóttir er einn færasti leirkerasmiður Íslands en nú um helgina verður gripur sem Aldís hannaði með syni sínum, arkitektinum Davíð Georg Gunnarssyni kynntur í Rammagerðinni. Um er að ræða fallegt gjafasett sem samanstendur af ilmkeri eftir Aldísi og Davíð og með kerinu kemur sérvalinn hraunmoli og svo val milli tveggja einstakra lykta hannaðar af Fischersundi sem sérhæfir sig í upplifun og skynjun. 

“Guðlaug var lokuð svo að við ákváðum að fá okkur göngutúr í fjörunni í staðinn“

Ígulker verður að ilmkeri

Aldís segir að hugmyndin að ilmkerinu hafi kviknað í Covid þegar hún fór ásamt eiginmanni sínum og syni á Akranes til að baða sig í Guðlaugu. “Guðlaug var lokuð svo að við ákváðum að fá okkur göngutúr í fjörunni í staðinn, “ útskýrir Aldís og segir að sagan á bak við hugmyndina sé skemmtileg eins og allar hugmyndir sem koma úr náttúrunni. “ Þar fundum við ígulker sem við tókum með okkur heim. Davíð, sem útskrifaðist nýlega sem arkitekt úr Konunglega danska arkitektaskólanum fékk hugmynd og bað mig að renna fyrir henni og við gerðum nokkrar prufur. Upp úr þessu ígulkeri  varð þetta ilmker eftir mig  en Davíð er hönnuðurinn og hugmyndasmiðurinn. Svo sóttum við hraunmola út á Reykjanes en þá vantaði okkur ilminn en Rammagerðin, sem selur vörur frá Fischersundi kom á samstarfi okkar við þau. “

ILMIRNIR SÆKJA INNBLÁSTUR FRÁ BIRTUSTIGI LANDSINS

“Annar er bjartur og léttur eins og sumarbirtan sem hverfur aldrei”

Hýbýlailmirnir frá Fischersundi eru tveir og að sögn Lilju Birgisdóttur hjá Fischer sækja þeir innblástur sinn í öfgarnar í birtustiginu á Íslandi. “Annar er bjartur og léttur eins og sumarbirtan sem hverfur aldrei,” segir Lilja. 

Með hverju seldu setti af ilmkeri fylgir sérhannaður gjafapoki með grafík frá Signýju Þórhallsdóttur hjá Morra, sem hannaði grafíkina í jólagluggum Rammagerðarinnar í ár. Nú á laugardaginn þann 17.desember verður sérstök kynning á þessu fallega gjafasetti í verslun Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg frá kl. 10-19 þar sem gestir og gangandi geta einnig skoðað glæsilega gluggaútstillingu verslunarinnar, hefð sem hefur hringt inn jólin um árabil.


“Hinn er dökkur og hlýr eins og skammdegið sem umvefur okkur á veturna. Ljósari lyktin er með ferskum angan af sítrus, stafafuru, fíflum og vanillu og af dekkri lyktinni er mjúkur angan af brenndum við, brúnum sykri, Síberíuþin og leðri.

Newer Post →

x Rammagerðin

RSS
Sigrún Halla Unnarsdóttir

Sigrún Halla Unnarsdóttir

Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður hefur verið með annan fótinn í prjónahönnun í tæpan áratug og vinnur í prjónaverksmiðju VARMA við sníðagerð og vöruþróun fyrir VARMA....

Read more