Jólakötturinn 2023

Einungis er hægt að panta vörur Rammagerðarinnar í gegnum netfangið rammagerdin@rammagerdin.is.

Jólaköttur Rammagerðarinnar er einstakt hönnunarverkefni. Í ár varð þetta verkefni endurtekið í fjórða skiptið. Rammagerðin fær mismunandi hönnuð til þess að hanna og framleiða jólakött á hverju ári og í ár var það Björn Steinar Blumenstein sem fékk þetta verkefni í hendurnar. Það getur verið krefjandi að vera með það í huganum frá því í febrúar að eiga að hanna og framleiða jólakött, talandi um jólastress. 

Við erum ákvaflega ánægð með jólaköttinn í ár sem er framleiddur úr sandsteyptu áli í samvinnu með Málmsteypunni Hellu. Einungis eru framleidd 25 eintök af jólakettinum í ár og því kjörið fyrir þá sem vilja eiga einstaka hönnunarvöru að tryggja sér eintak. 

Hver og einn köttur er númeraður og verða þeir afgreiddir í þeirri röð sem þeir seljast, nema þú eigir þér happatölu á bilinu 1-25, þá er aldrei að vita nema þitt númer sé laust. 

Jólakötturinn er einungis fáanlegur í verslun okkar á Skólavörðustíg 12. Jólakötturinn prýðir einnig gluggaframstillingar í einum glugganum í versluninni.

Verð 32.000 kr.