Fermingagjafir í Rammagerðinni

Fermingagjafir í Rammagerðinni

Ilmvatn frá Andrea Maack
Ilmvötn frá Andrea Maack
Skart eftir Hlín Reykdal

Ferming er stór áfangi bæði í lífi fermingabarns og fjölskyldu. Það að gefa vel valda, fallega fermingagjöf getur gert daginn enn eftirminnilegri fyrir fermingabarnið. 

Í Rammagerðinni er að finna mikið úrval af fallegum vörum sem henta fyrir öll kyn. Margar fermingaathafnir fara fram í Hörpu og er því kjörið að nýta ferðina og versla gjöfina í leiðinni í athöfnina í verslun okkar í Hörpu. 

Vinsælustu fermingagjafir síðustu ára

Í gegnum árin hefur Rammagerðin aukist mikið í vinsældum hjá fermingabörnum. Hér má sjá þær vörur sem hafa verið hvað vinsælastar í fermingapakkana. 

Ullarteppi Rammagerðarinnar eru mjög vinsæl. Þau koma í 6 mismunandi litum svo það er auðvelt að finna teppi sem passar við stíl fermingabarnsins. Ullarteppin eru svo klassísk að þau passa bæði vel inn í unglingaherbergi og inn á framtíðarheimilin síðar meir. 

Ullarteppi Rammagerðarinnar hafa ávallt verið vinsæl fermingagjöf. Verð 22.000 kr.

Vörurnar frá Feldi eru í miklu úrvali hjá Rammagerðinni. Vinsælustu vörurnar í fermingapakkana eru ennisböndin og hanskarnir. Loðvestin hafa einnig verið að aukast gífurlega mikið í vinsældum síðustu mánuði. 

Eyrnabönd, vettlingar og húfur frá Feldi. Verð frá 7.950-14.900 kr. 
Vesti frá Feldi. Verð 87.500 kr. 

Einstakar gjafir fyrir fermingabarnið

Í Rammagerðinni er einungis seld íslensk hönnunarvara og er vörurnar einstakar. Sem dæmi má nefna Fischersund ilmvötnin, sem henta fyrir öll kyn. Ilmirnir innihalda einungis íslensk hráefni og fer öll framleiðslan fram á Íslandi. Ef þér finnst erfitt að velja einn ilm fyrir fermingabarnið er einnig hægt að kaupa alla þrjá ilmina í minni útgáfum og leyfa fermingabarninu að prófa. Einnig eru ilmvötnin frá Andrea Maack fyrir öll kyn og einstaklega góð gjöf.

Fischersund ilmvötn. Verð 26.900 kr.

Snyrti- og tölvutöskurnar frá Kormáki & Skyldi hafa verið vinsælar síðustu ár ásamt plakötunum frá Petit Artprints sem innihalda skemmtileg og jákvæð skilaboð. Mjög viðeigandi fyrir ungt fólk sem á lífið framundan. 

Kormákur & Skjöldur snyrti- og tölvutöskur. Verð 16.900-19.900 kr. 
Petit Artprints. Verð 13.200 kr. 

Fær í flestan sjó vörulínan er ein mest selda vörulína Rammagerðarinnar. Það sem hefur verið vinsælast hjá ungu kynslóðinni eru grifflurnar, kragarnir og húfurnar. Vörurnar fást í ótal mörgum litum og eru framleiddar úr angóruull í Varma í Reykjavík. Eins eru ullarvörurnar eins og peysur og vesti vinsælar gjafir, mjög vandaðar og fallegar flíkur. 

Fær í flestan sjó vörulínan. Verð frá 5.100-16.900 kr. 
Arctic ullarvesti. Verð 26.500 kr. 

Skartið frá Hlín Reykdal

Hlín Reykdal er einn færasti skartgripahönnuður Íslendinga. Hún er stöðugt að þróa vörulínur sínar og fylgir helstu tískustraumum. Skartgripirnir frá Hlín Reykdal eru afar vinsælir í fermingapakkana.

Golden Leaf vörulínan. Verð hálsmen 27.900 kr. Eyrnalokkar 20.900 kr. Armband 16.900 kr.
Blómaeyrnalokkar frá Hlín Reykdal. Verð frá 7.900-18.900 kr. 
Hálsmen og armbönd frá Hlín Reykdal í miklu úrvali. Verð frá 15.900-27.900 kr. 
Youngh eyrnalokkar frá Hlín Reykdal. Verð 18.900 kr.

Opnunartímar í Hörpu

Það er kjörið að koma við í verslun Rammagerðarinnar í Hörpu og klára gjafakaupin þar þegar þú ert á leið í fermingu í Hörpunni. Verslun Rammagerðarinnar fylgir opnunartímum Hörpu og eru sem hér segir: 

Sun-Þri 10-18

Mið-Lau 10-19

Verið velkomin í Hörpu og við munum glöð aðstoða við val á fullkomnu fermingagjöfinni. 

← Older Post Newer Post →

Forsíðublogg1

RSS
Fermingagjafir í Rammagerðinni

Fermingagjafir í Rammagerðinni

Ný verslun Rammagerðarinnar opnar í Kirkjuhúsinu á Laugavegi 31 á næstu vikum

Read more