URÐ - Fljótandi Sápur

2.190 kr
| /
FLJÓTANDI SÁPURNAR FRÁ URРERU GERÐAR ÚR 97% NÁTTÚRULEGUM INNIHALDSEFNUM OG ERU VEGAN. ÞÆR INNIHALDA ÍSLENSKA REPJUOLÍU TIL AÐ MÝKJA HÚÐINA OG ILM UNNINN ÚT FRÁ ÁRSTÍÐUNUM FJÓRUM.

Stormur táknar veturinn og minnir á kröftugar veðrabreytingar þess árstíma. Ilmurinn samanstendur af tóbakslaufi, hlýjum viðartónum, blómum og djúpum moskustónum.

Tonka Baunir / Fíkjuviður Sandelviður / Jasmín Marrókóskur sedrusviður / Tóbak / Moskus.

Birta táknar stöðuga birtu sumarsins. Ilmurinn er léttur, sætur og örlítið púðurkenndur. Hann vekur minningar úr bernsku um heyskap og saklausar sólkysstar kinnar. Ilmurinn samanstendur af hlýjum viðartónum, rafi og ferskum blómum.

Salvía / Lavender / Resinoid Peru - Raf / Patsjúlí / Moskus - Vanilla / Reykelsi / Sandalviður.

Dimma táknar haustið og aukna dimmu. Ilmurinn er kraftmikill, kryddaður og ávaxtaríkur. Hann vekur minningar um skógarferð, nýfallin rauðbrún haustlauf og berjamó. Ilmurinn samanstendur af ávöxtum, kryddi, barrtrjám og villtum berjum.

Fura / Kanill/ Sítrónubörkur - Sedrusviður / Hindber - Balsamþinur / Mosi.

Bjarmi táknar aukna birtu vorsins þegar náttúran vaknar eftir veturinn. Ilmurinn vekur minningar um hlýju frá arineldi í íslenskum sumarbústað að vori. Ilmurinn samanstendur af fersku svörtu tei, rósum og hlýjum sedrusviðartónum.

Svart te / Bergamót / Mandarína - Rósir / Negull / Patsjúlí - Sedrusviður / Sandelviður / Labdanum

 
GLEÐILEG JÓL FLJÓTANDI SÁPA INNIHELDUR NÁTTÚRULEGAR OLÍUR SEM NÆRA OG MÝKJA HÚÐINA. SÁPAN ER GERÐ ÚR MEIRA EN 97% HREINUM INNIHALDSEFNUM OG INNIHELDUR ILM SEM UNNINN ER ÚT FRÁ ÁRSTÍÐABUNDINNI UPPLIFUN. 
JÓLAILMURINN FRÁ URÐ FANGAR MINNINGAR JÓLANNA MEÐ SANNKALLAÐRI JÓLAVEISLU FYRIR LYKTARSKYNIÐ.

Ilmurinn samanstendur af blöndu af furu, fíkjuvið, karamellu, santalvið, kanil, davana, sedrusvið, rifsberjum og patsjúlí.