Fischer sjampó stykki

4.200 kr
| /

Fischer línan býður upp á þrjá mismunandi ilmi undir númerunum 8, 23, 54

Sjampó stykkin frá FISHER eru án allra plastefna og eru unnin úr íslenskum náttúruefnum.

Nr. 8 - Glænýir strigaskór kremja plöntustilka á heitu malbiki. Sítrónubrjóstsykur í munni og sæt smurolía á fingrum. Stolinn rabarbari á bögglabera, afhýddur, baðaður í hunangi og tugginn. Appelsínukökumylsna í vasa á nýþvegnum fötum, kaldur vindur í hári í rökum furuskógi.

Nr. 23 - Reykur í loftinu og tjargaðir símastaurar. Anísfræ og svartur pipar fylgja nýslegnu grasi og tóbakslaufum. Dauð blóm hengja sig. Í golunni kitlar kvenleg Lindifuran vitin. Í fjöru er strandaður, rotnandi hvalur. 

Nr. 54 - Fersk viðarvörn á skúr. Nýupprifinn mosi, blaut mold og vetiver rætur. Brennd bíldekk á heitu malbiki, þurr patchouli. Hægþornandi olíumálverk. Íslenskur fjallaþinur og fótatak í frosnu grasi. Salt lakkrís, dýrslegt leður og ammonía.