Byltingarkennt, íslenskt sjampó

4.900 kr
| /

Balancing Powder Shampoo er nýtt og byltingarkennt vatnslaust sjampó frá Zeto. Formúlan er algjörlega vatnslaus, en er þó notuð á sama hátt og venjulegt sjampó, nema það er bleytt upp í lófanum fyrir notkun.

Þessi einstaka formúla stuðlar að jafnvægi hársvarðarins og gefur hárinu aukin raka, mýkt og gljáa, án þess að þyngja það. Sjampóið er laust við ertandi súlföt, silíkon, rotvarnarefni, alkóhól og ilmefni og hentar því vel fyrir viðkvæman hársvörð. Balancing Powder Shampoo er milt sjampó sem hentar öllum hártegundum og nota má daglega. Fullkomið sjampó fyrir hvern þann sem vill hugsa sem best um hár, húð og umhverfi.

Kostir þess að nota Balancing Powder Shampoo frá Zeto eru m.a.

- Hentar vel fyrir einstaklinga með viðkvæman hársvörð

- Hentar vel fyrir litað hár

- Hentar vel fyrir curly hair method

- Inniheldur ekki ertandi súlföt, sílikon, rotvarnarefni, alkóhól, ilmefni eða vatn

- Inniheldur einungis efni sem hafa góð áhrif á húð og hár, brotna hratt niður í náttúrunni og hafa ekki neikvæð áhrif á vistkerfi hafsins

- Ein 42 gr flaska jafngildir 400 ml af venjulegu sjampói

- Handhægar umbúðir sem gleðilegt er að ferðast með

- Umbúðir endurnýtanlegar og gerðar úr endurunnu plasti til að ýta undir hringrásarendurnýtingu plasts

- Lægri flutningskostnaður og kolefnafótspor tengt flutningum.