Reykjavík Ritual

Rvk Ritual er íslenskt vellíðunar fyrirtæki stofnað af jóga tvíeykinu Evu Dögg Rúnarsdóttur og Dagnýju Berglindi Gísladóttur. Rvk Ritual nálgast heilsu og fegurð heildrænt; þær búa til hreinar og heilnæmar snyrtivörur sem gefa ljóma og halda regluleg hugleiðslu- og djúpöndunar námskeið sem vinna með andlega líðan, sem að þeirra sögn hefur mikil áhrif á ástand húðarinnar.

Stefna fyrirtækisins er að hvetja fólk til að hægja á sér, hugsa betur um sig og skapa einfaldar athafnir inn í hversdeginum.

Með hverju kremi fylgir QR kóði á slakandi ritúal. Allar vörur Rvk Ritual eru framleiddar á Íslandi og eru í umhverfisvænum og endurvinnanlegum umbúðum. www.rvkritual.com

← Eldri færslur

Viðtal við hönnuði okkar

RSS

Milla Snorrason

“Listrænn stjórnandi Rammagerðarinnar hún Auður Gná nálgaðist mig þegar hún var að byrja að vinna í breytingum á heildarsvip Rammagerðarinnar”, segir Hilda Gunnarsdóttir sem hannar...

Lesa meira

Saltverk

Saltverk notar jarðvarma orku til að láta hreinan og tæran sjó gufa upp og er því öll framleiðslan sjálfbær. Saltverk er íslenskt sjávarsaltsfyrirtæki sem er...

Lesa meira